25.01.1950
Sameinað þing: 21. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í D-deild Alþingistíðinda. (3639)

24. mál, læknisbústaður á Reykhólum

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Það hefur komið í ljós, að fylgi þm. við þetta mál byggist á mismunandi forsendum. Enn fremur hafa komið fram óskir um, að leitað verði álits landlæknis, og vegna mismunandi sjónarmiða í málinu tel ég sem heilbrmrh. rétt, að umsagnar landlæknis verði leitað. Ég vil því leyfa mér að fara fram á við n., að hún fái málinu frestað og leiti umsagnar landlæknis, en síðan verði málinu haldið áfram, og ætti það ekki að tefja málið verulega.