25.01.1950
Sameinað þing: 21. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í D-deild Alþingistíðinda. (3641)

24. mál, læknisbústaður á Reykhólum

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir með heilbrmrh., að leitað verði álits landlæknis í þessu máli, áður en það verður afgreitt. Það hefur komið í ljós, að þm. fylgja málinu af allmismunandi ástæðum, og þess vegna ekki ástæðulaust, að málið sé athugað vel, áður en lengra er haldið. Ég er t. d. alls ekki viss um, að allir þm. séu tilbúnir til að taka afstöðu til þess, að ríkið taki að sér alla læknisbústaði og reki þá fyrir eigin reikning, eins og sumir fylgjendur frv. telja það stefna að. Ég styð því till. hæstv. ráðh., að málinu verði frestað, og vil benda þm. Barð. á, að slík meðferð þarf alls ekki að vera neinn fjötur á málið.