07.02.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í D-deild Alþingistíðinda. (3724)

70. mál, uppbætur á ellilífeyri o.fl.

Frsm. minni hl. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseti. Hv. frsm. meiri hl. hóf ræðu sína með því að lýsa undrun sinni yfir því, að ég mótmælti því, að breytingar á tryggingal. voru bundnar við það að svipta þetta fólk vissum rétti, sem ég tel að það eigi. Slíkt er nú ekkert undrunarefni. En það liggur orðið ljóst fyrir, að hér stendur deilan um það, hvort sú uppbót, sem þetta fólk hefur fengið, eigi að teljast sambærileg við þá uppbót, sem opinberum starfsmönnum var ákveðin fyrir jólin. Ég tel, að svo sé ekki. Það er rétt hjá hv. þm., að uppbæturnar voru aðeins samþ. þar til fjárlög yrðu sett, en nú stendur til að bæta kjör embættismannanna með endurskoðun launal., og þá er algerlega vísað á bug, að með því að halda fram þessari till. sé komið í veg fyrir það, að réttur þessa fólks sé tryggður. — Ég vil svo að endingu undirstrika það, að Alþingi á hægt með — og það með till. á öðru þskj. að lýsa yfir skilningi sínum á 116. gr. tryggingal. án þess að binda það því að vísa frá till. um að greiða gamalmennum og öryrkjum 20% launauppbót, eins og greitt er opinberum starfsmönnum, hvort sem þeir hafa há eða lág laun.