07.02.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (3728)

70. mál, uppbætur á ellilífeyri o.fl.

Frsm. minni hl. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að mótmæla staðhæfingum 1. þm. N-M. (PZ), að það sé minni trygging fyrir greiðslu á uppbót á ellilífeyri með því að samþ. till. óbreytta. Í fyrsta lagi er það föst venja að ríkisstj. fari eftir slíkum till., enda hefur sams konar till. verið framkvæmd gagnvart opinberum starfsmönnum, þó að slíkar till. séu ekki lagalega bindandi. Í öðru lagi vil ég benda á, að það er síður en svo meiri trygging fyrir greiðslu með samþykkt dagskrártill., því að þar er líka aðeins um þál. að ræða, sem ríkisstj. er ekki heldur skylt að fara eftir.