15.02.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (3868)

109. mál, Helicopterflugvél

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Eins og hæstv. ráðh. gat um, var fjvn. fjarverandi, er hann bar fram þessa ósk sína, og hefði verið æski1egt, að málið hefði ekki verið tekið fyrir fyrr en fjvn. hafði aðstöðu til að ræða það. Hins vegar er hæstv. ráðh. ljós afstaða n., þar sem hann hefur fengið öll gögn frá n., er sýndu, að ríkissjóður á ekki að kaupa slíka hluti og afgreiða fjárlög á þennan hátt. Það er ekki hægt, eins og málum er komið, að taka út 250 þús. kr. rekstrarútgjöld, og ekki heppilegt. Fjvn. hefur fengið mörg bréf varðandi það, hvernig hún hafi snúizt við ýmsum málum, en ég tel rétt að bíða með svörin þar til fjárlögin eru afgr. — Ég sé ekki, að það liggi svo mikið á að hleypa þessu rusli inn í landið, enda stendur líka á gjaldeyrisleyfi, og mig furðar ekki á því, að gjaldeyrisyfirvöldin eru hikandi í þeim efnum.