12.01.1950
Efri deild: 28. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Ef það er meining hæstv. ríkisstj. og stuðningsmanna hennar að vera búin fyrir 1. marz að finna aðrar aðgerðir til þess að tryggja atvinnulíf landsbúa til frambúðar, þá er engin þörf á brtt., því að lýsið er eins allt saman fram að þeim tíma. En mér virðast umræðurnar hér í kvöld lýsa vantrausti hæstv. ríkisstj. á sjálfri sér. Þegar hv. þm. Barð. kemur síðan fram með till. í þá átt, að lifrarlítrinn ákuli greiðast eftir lýsismagni hennar, í stað hins, að hafa jafnt verð fyrir hana alla, þá styrkir það mig í þeirri skoðun, að þetta sé alls engin bráðabirgðalausn, og segi ég því já.