12.01.1950
Neðri deild: 28. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (392)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að biðja um það utan dagskrár að fá ofurlítinn frest á fundi þessum til athugunar á frv., sem er fyrsta málið á dagskránni. Það skal ekki þurfa langa fundarfrestun, en ég tel að það sé nauðsynlegt að fá þennan frest til athugunar málinu. Það kom hingað til hv. þd. seint í nótt, eða réttara sagt snemma í morgun, og vegna breyt., sem gerðar voru á frv. í hv. Ed., er nauðsynlegt að athuga frv. ofurlítið svolitla stund.

Síðar á sama fundi var frv. tekið til einnar umr.