18.01.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í D-deild Alþingistíðinda. (4021)

89. mál, stríðsskaðabætur af hálfu Þjóðverja

Fyrirspyrjandi (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. utanrrh. fyrir þær upplýsingar, sem hann nú hefur látið í té, en jafnframt vil ég láta þess getíð, að þú að vafi leiki á um ráðstöfunarrétt á einhverjum hluta þessa fjár, þá getur það aldrei numið svo miklu, að ekki sé hægt að inna af hendi þær bætur, sem minnzt var á áðan.

Ef það er rétt, sem ég sagði, að farizt hefðu 12 farþegar, sem ekki voru skyldutryggðir, þá munu þessar bætur nema um það bil 27 þús. kr., miðað við vísitölu þá, sem þá var miðað við, en nú er hún nokkru hærri, svo að alls mundu þessar bætur til aðstandenda þeirra, sem ótryggðir voru, ekki nema meiru en 800 þús. kr., en sá hluti eignarinnar, sem þýzki þjóðbankinn átti, var miklu meiri, eða 2½ millj. kr., og það kemur ekki til ágreinings með þá peninga. En nú sé ég, að Landsbankinn hefur nú fært þessar 2½ millj. kr., sem var eign þýzka þjóðbankans, sem erlenda skuld, og ef svo er, þá vil ég spyrja, hvort bankinn hafi þá afhent ríkisstj. þá upphæð og hvort hún hafi þetta þá ekki sem handbært fé. Enn fremur vil ég leyfa mér að spyrja hæstv. utanrrh., hvort ríkisstj. ætli sér að bera till. um þessar bætur fram á 22. gr. fjárl., því að ef svo er ekki, þá mundi ég flytja till. um það, því að ég fékk um þetta nokkrar málaleitanir frá fátæku fólki, þegar ég var ráðh., og vænti ég þess, að þetta fé verði notað til þess að veita því einhverjar bætur fyrir aðstandendur, sem það hefur þar misst, en verði ekki lagt til hliðar.