03.05.1950
Sameinað þing: 43. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í D-deild Alþingistíðinda. (4065)

903. mál, uppbætur á eftirlaun

Fyrirspyrjandi (Ásmundur Sigurðsson) :

Herra forseti. Það þarf ekki langt mál til þess að gera grein fyrir þessari fyrirspurn. 20. des. s. l. var til umr. á Alþ. þáltill. um að gefa ríkisstj. heimild til að greiða uppbætur á laun opinberra starfsmanna. Þessi till. var samþ., en þá kom einnig fram viðbótartill. frá sósíalistum um að heimila ríkisstj. að greiða hliðstæða uppbót á eftirlaun uppgjafastarfsmanna, sem líka náði samþykki Alþ. Nú er það vitað mál, að notuð hefur verið heimildin um greiðslu uppbóta á laun þess fólks, sem enn er í starfi, en maður hefur heyrt hinu fleygt, að ekki hafi verið notuð viðbótarheimildin, sem veitt var til greiðslu uppbóta á eftirlaun. Ég vildi þess vegna beina þeim fyrirspurnum til hæstv. ríkisstj., hvort þetta sé rétt, að þessi heimild hafi ekki verið notuð, og í öðru 1agi, ef það væri rétt, þá hvaða ástæður liggi fyrir því, að þetta fólk hefur ekki verið látið njóta sama réttar og fast starfsfólk ríkisins.