03.05.1950
Sameinað þing: 43. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í D-deild Alþingistíðinda. (4077)

905. mál, störf Grænlandsnefndar

Fyrirspyrjandi (Pétur Ottesen):

Þetta svar er náttúrlega gott, það sem það nær. Það er sjálfsagt að gefa n. nauðsynlegan tíma til að athuga þetta mál, en að sjálfsögðu verður líka að hafa hliðsjón af því, að við stefnum þessu máli ekki í neina óvissu vegna óeðlilegs dráttar. Og það er þetta, sem ég vildi brýna fyrir hæstv. utanrrh. og hæstv. ríkisstj., að hún ynni að því, að þessari rannsókn yrði hraðað sem mest að hægt er og óþarfur dráttur í því starfi skapi okkur ekki aukna erfiðleika við endurheimt þessa forna réttar íslenzku þjóðarinnar.