10.05.1950
Sameinað þing: 47. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í D-deild Alþingistíðinda. (4095)

907. mál, lán byggingarsjóðs af gengishagnaði

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af þessu innskoti hv. 5. þm. Reykv. vil ég taka það fram, að ég hélt honum væri það ljóst, að þetta fylgist allt að, þar sem það er skýrt tekið fram í l. Það er viss hluti gengishagnaðarins, sem verkamannabústöðum og bæjarbyggingum er ætlað að fá, og það leiðir af sjálfu sér, að það fylgist að hlutfallslega, og þegar gengishagnaðurinn er á annað borð útreiknaður, þá verður nákvæmlega reiknað út, hvað hvor aðilinn á að fá. Það er 1/3 hluti gengishagnaðarins, sem verkamannabústaðirnir óg hús bæjarfélaganna eiga að fá, og af því eiga verkamannabústaðir að fá 273 hluta; en bæjarbyggingarnar 1/3 hluta. Ég skýrði frá því rétt núna, að þetta væri ekki endanlega tilbúið, en því, sem á að greiðast, verður skipt í þessum hlutföllum.