16.05.1950
Sameinað þing: 50. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 433 í D-deild Alþingistíðinda. (4124)

162. mál, Marshallaðstoð til vatnsorkuvirkjana

Emil Jónsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að ef ekki er tekin ákvörðun um byggingu sementsverksmiðju á næsta ári, þá eru Marshallpeningarnir hlaupnir úr okkar hendi, og þótt margir hlutir séu nauðsynlegir, þá er sementsverksmiðja það lífsnauðsynlega fyrirtæki, sem aðrar framkvæmdir byggjast á, því að sement þarf til flestra framkvæmda. Ætti því sementsverksmiðjan að ganga fyrir, þar sem aðrar framkvæmdir byggjast á því, að hún sé til.