18.01.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í D-deild Alþingistíðinda. (4137)

59. mál, límvatn sem áburður til ræktunar

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Fjvn. hefur rætt þessa till., og þótti henni rétt að senda hana til umsagnar til Búnaðarfélags Íslands, landnámsstjóra ríkisins og atvinnudeildar háskólans, og eru umsagnir þessara aðila prentaðar sem fylgiskjöl með áliti fjvn., og læt ég nægja að vísa til þeirra.

Það er sameiginlegt álit þessara aðila, að ekki muni svara kostnaði að flytja límvatn langar leiðir sem áburð, en hins vegar sé æskilegt að gera þær tilraunir, sem koma fram í till., í námunda við verksmiðjurnar sjálfar. N. vill leggja áherzlu á, að þessar tilraunir verði framkvæmdar þegar á komandi vori. Hún leggur því til, að till. verði samþ. óbreytt.