07.02.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í D-deild Alþingistíðinda. (4145)

16. mál, Evrópuráðið

Einar Olgeirsson:

Ég vil aðeins koma fram með þau tilmæli til hæstv. forseta, að þar sem hv. frsm. minni hl. er veikur, þá verði umr. frestað til næsta fundar og honum gefið tækifæri til að flytja sína framsöguræðu. Það hefur hitzt svo á, að hann hefur verið veikur einu sinni áður, þegar þetta mál var tekið fyrir. En ég álít, að ekki sé rétt að afgr. mál, sem liggur ekki því meira á, fyrr en fullreynt er, hvort hv. frsm. minni hl. getur mætt. Það hefur áður, þegar hæstv. forsrh. var veikur, verið frestað kosningum í þinginu dag eftir dag og viku eftir viku, og ég vil, að sama gangi yfir alla þm.