12.01.1950
Sameinað þing: 18. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Út af því, sem hæstv. atvmrh. sagði, að þó að ríkisstj. vildi gefa út reglugerð, þar sem tiltekið væri verð á lýsinu, þá gætu útflytjendur alltaf komið með bakreikninga og heimtað að þeir væru greiddir, þá vildi ég biðja menn að lesa 1. gr., og !þá geta þeir séð, að um heimild fyrir ríkisstj. er að ræða, svo að hún getur hagað sér eins og hún vill í þessu, svo að enginn geti sýnt reikninga um annað en það, sem ríkisstj. hefur gefið út með reglugerð eða á annan hátt.