12.12.1949
Neðri deild: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

22. mál, gengisskráning o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er rétt hjá hæstv. fjmrh., að umr. um þetta mál hafa auðvitað ekki mikla þýðingu, úr því sem komið er, því að með brbl. var sköpuð staðreynd, sem ekki er þægilegt að breyta aftur án þess að það hafi í för með sér mikil óþægindi. Þetta mál fer til n., sem ég á sæti í og skal ég ekki gera það að umtalsefni núna. Hins vegar þykir mér rétt að vekja eftirtekt á því, að raunverulega felst ekki aðeins sú breyt. í þessu,m l. frá því, sem var 1940, að genginu sé breytt gagnvart pundinu, heldur líka sú breyt., að það er ákveðið, að íslenzka krónan skuli fylgja pundinu, sem ekki var í l. frá 1940, því að í þeim l. átti íslenzka krónan raunverulega að fylgja dollarnum, nema því aðeins að dollarinn félli gagnvart pundinu, þá átti krónan að fylgja pundinu. Það hefur nú verið svona mikil bjartsýni þá viðvíkjandi gengi íslenzku krónunnar, að hún átti að fylgja þeirri mynt í heimsviðskiptunum, sem stabílust reyndist. Hins vegar er sjálf gengisfellingin, sem þessi l. eru staðfesting á, sögulega séð eðlileg afleiðing af þeirri viðskiptapólitík, sem fyrrv. ríkisstj. rak. Ég skal sem sagt ekki fjölyrða frekar um þetta mál, þar sem það verður tekið til meðferðar af þeirri n., sem ég á sæti í.