17.12.1949
Neðri deild: 16. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (485)

17. mál, siglingalög

Frsm. (Pétur Ottesen):

Sjútvn. leggur til, að þetta litla frv. verði samþ. Eins og það ber með sér, var gerð sú breyting á l. um siglingar, að sjóveðsrétturinn skyldi ná til úttektar handa skipverjum um síldveiðitímann. Þetta var gert af nauðsyn, því að skipin gátu ekki haldið áfram veiðum, án þess að tryggð væri greiðsla á nauðsynjum, eins og t.d. fæði. Nú var þetta frv. aðeins miðað við 1949 og þar af leiðandi að verða úrelt, en þörf er á framlengingu vegna þeirra, sem lánað hafa út á þetta veð, án þess að hafa gengið að því enn. Með hliðsjón af þessu leggur sjútvn. til, að þessi brbl. gildi áfram.