09.12.1949
Neðri deild: 10. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (506)

10. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Frv. þetta er samhljóða bráðabirgðalögum, sem gefin voru út 2. júlí þ. á. og fjalla um breyt. á l. nr. 100 29. des. 1948, um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna. Þetta frv. felur í sér breyt. á 11. gr. laganna, um það, að fulltrúar frá útgerðinni hafi atkvæðisrétt á fundum viðskiptanefndar um verðlagningarákvæði, sem varða nauðsynjar útvegsins.

Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um frv. þetta og Legg til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.