10.01.1950
Efri deild: 25. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

29. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég sé engan hér, sem fylgi frv. úr hlaði. Ég vildi gjarna biðja n. þá, sem fær þetta frv., að athuga nokkur atriði, og væri æskilegt, að það kæmi fram í nál. Ég sé, að í nál. á þskj. 98 frá fjhn. Nd: eru engar upplýsingar um málið, aðeins lagt til, að frv. verði samþ.

Mér hefur skilizt í sambandi við sjóveð, sem hafa verið innleyst undanfarið, að sumir útgerðarmenn hafi notað afla til að greiða annað, en kaup til manna sinna, og vildi ég fá að vita, hvort einhver fótur er fyrir þessu og hve mikil brögð séu að þessu, því að það er ótækt, ef fé þessu er varið til annars, en að greiða kaup sjómanna og til að greiða sjóveð, og svo er gengið ár eftir ár á ríkissjóð, að hann innleysi sjóveð. Ég geri ráð fyrir, að n. geti aflað sér upplýsinga um þetta. Einnig vildi ég fá að vita, hve mikil fjárhæð hefur verið tekin á fjárlög þessa árs í sambandi við þetta mál, því að í 3. gr. segir, að það, sem ógreitt sé, verði tekið á fjárlög. Sem sagt er það ákveðið, að það, sem ógreitt sé, verði tekið á fjárlög, en í nál. Nd. stendur ekkert um það, hve mikið þetta sé, sem ógreitt er, en í fjárlagafrv. er engin ákveðin upphæð nefnd til að mæta þessu, en kann að vera innifalin í öðrum liðum. Það væri þm æskilegt að fá að vita, hve upphæð þessi er stór og hvar hún er falin. Á 69. bls. 20. gr. fjárlagafrv. eru að vísu afborganir lána o.fl., 35 millj. kr., og má vera, að í þessum lið felist eitthvað til að standa undir þessu, sem hér um ræðir, en þegar upphæð þessi er borin saman við sams konar upphæð á fjárl. 1949, sem nemur 31 millj., þykir mér næsta undarlegt, ef það er of mikið að leggja nú fram 35 millj. í þessu sama skyni, svo mjög sem skuldir ríkissjóðs hafa aukizt á þessum tíma. Enn fremur vil ég leyfa mér að benda á það, að greiðslujöfnuður é. fjárlagafrv. mun nú vera hagstæður um 41/4 millj. kr. Þá þykir mér rétt, að komi fram og hv. fjhn. viti, að hæstv. fjmrh. lýsti því yfir við fjvn., að hann óskaði mjög eftir því, að lögin yrðu afgreidd þannig, að þessi greiðslujöfnuður yrði ekki gerður óhagstæðari, en hann er í frv., en siðan hefur verið bætt inn með þál. upphæð, sem nemur allt að 15 millj. kr., til opinberra starfsmanna, og hefur því Alþ. gert sitt til, að þessi greiðslujöfnuður hverfl og meira til. Það er því bert, ef haldið er áfram á sömu braut, að það ber að því, að ekki verður annað hægt fyrir hæstv. ráðh. en segja af sér eða afla tekna á móti þessum útgjöldum, eða þá að ganga frá yfirlýsingum sínum. Hv. n. ætti því að athuga, hvort ekki er möguleg tekjuöflun á móti þessu, nema niðurskurður á öðrum útgjaldaliðum komi þá á móti.