19.01.1950
Efri deild: 38. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

29. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Virðulegi forseti. Þetta mál er náttúrlega þannig, að það heyrir meira undir hæstv. ríkisstj., hvort hún vil] flýta eða fresta því, heldur en að ég sem forseti fari þar að ganga fram fyrir skjöldu. Við töluðum um það, hæstv. atvmrh. og ég, að það gæti verið heppileg tilhögun að ljúka umr. nú, en fresta atkvgr., og þótt nú hv. þm. ættu eitthvað ósagt, má minna á, að það er eftir ein umr. um málið.

Ég veit ekki, hvort hv. þm. Barð. fellst á þetta. En ég hygg, að það megi alveg eins verða við þeirri ósk að fresta umr. En auðvitað get ég ekki ábyrgzt, hvenær allir viðkomandi hæstv. ráðh. geta verið við. Ég fresta þá einnig ræðu minni, þótt hæstv. ráðh. sitji hér enn, og fellst á, að umr. sé frestað.