10.02.1950
Efri deild: 53. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í B-deild Alþingistíðinda. (605)

115. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1950

Hermann Jónasson:

Ég geri ekki ráð fyrir, að það breyti miklu, þó að málinu sé vísað til n. Hins vegar get ég fallizt á það, ef tími vinnst til þess, þar sem full ástæða er til þess að taka til umræðu í n. og á Alþ. einmitt þetta atriði, um samkomudag reglulegs Alþ., sem er að verða mikið vandamál, og þyrfti að fá um þetta ákveðna skipun, sem afstýrði, að viðhöfð yrðu þau vinnubrögð, sem nú tíðkast. Greiði ég því atkvæði með því, að frv. verði vísað til n., til þess m.a. að athuga þetta atriði.