13.02.1950
Efri deild: 54. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (608)

115. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1950

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað málið og er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt. Jafnframt hefur n. séð ástæðu til að taka undir þær raddir, sem fram komu hér í hv. d. á síðasta fundi, þess efnis, að nauðsynlegt sé, að fastari reglur verði settar um þessi mál með það fyrir augum, að fjárlög geti verið afgreidd fyrir 1. jan. það ár, sem þau eiga að gilda fyrir, þar eð n. telur núverandi ástand í þessum efnum óþolandi.