10.03.1950
Neðri deild: 63. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 363 í B-deild Alþingistíðinda. (714)

125. mál, gengisskráning o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins út af því síðasta, sem hæstv. forsrh. sagði. Mér þykir mjög leitt, að hann skyldi vera forfallaður, þegar mál þetta var hér til 1. umr. Og sú ræða, sem ég flutti við þá umr., var meira um það, en nokkuð annað, hvernig þessir hagfræðingar, sem álitsgerðina hafa samið, væru að reyna að rífa niður nýsköpunina, sem átt hefur sér stað hér á landi. Þannig að ég var að reyna að sýna fram á, að það væri allt vitleysa, sem þeir héldu, og allt vitleysa, sem þeir voru að meina um þá góðu hluti, sem nýsköpunin hefur fært okkur, — þannig að ef hæstv. forsrh. vildi nú fara að búa til ræðu, þá ætti hann að rifja upp sína gömlu ræðu um þá hluti, fyrir hverja ég var að verja hann í ræðu minni síðast um þetta mál við 1. umr.