27.04.1950
Neðri deild: 89. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (SB):

Í tilefni af óskum tveggja hv. þdm., sem talað hafa utan dagskrár, vil ég geta þess, að málin hafa alls ekki verið tekin á dagskrá. Fyrra málið hefur ekki verið tekið á dagskrá vegna þess, að meiri hl. n. hefur ekki skilað áliti, og síðara málið af því, að um það mál hefur alls ekki komið fram nál. Nú er upplýst. að í raun og veru hafa bæði þessi mál hlotið afgreiðslu í n., og mun nú verða grennslazt um það, hvort ekki megi vænta nál. frá meiri hl. n. þessara, og verða málin þegar tekin á dagskrá, er slík álit liggja fyrir. Vitnist það, að ekki sé nál. að vænta frá einhverjum hluta n., munu þau engu síður verða tekin á dagskrá, þannig að frá hendi forseta liggja engar óskir fyrir um það að verða þessum málum til tafar.