02.05.1950
Neðri deild: 94. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1557 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Út af þessum orðum hv. þm. Ísaf. vil ég taka það fram, að það er skv. minni beiðni, að þessi mál hafa ekki verið tekin á dagskrá, því að ríkisstj. er að athuga, hversu mikið á að taka upp á fjárlög og að hve miklu leyti fé verður sett í Fiskimálasjóð. Því er beðið með þetta mál eftir minni ósk.