24.02.1950
Efri deild: 60. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (856)

53. mál, eignakönnun

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Hv. frsm. upplýsti, að búið væri að reikna með 15% skatti af undandregnum eignarauka fram yfir 45 þús. kr. í mörgum tilfellum, og vildi ég þá spyrja, hvort ekki væri nú rétt að láta það atriði haldast óbreytt í frv., þótt því sé á annan hátt breytt eftir því, sem n. leggur til. Það er leiðinlegt að koma hér með lög um breytingu á þessu enn þá, þegar búið er að skattleggja eftir fyrra ákvæðinu. Ég sé ekki, að ríkið muni svo um þessa hækkun, a.m.k. ekki af 4560 þús. eignarauka. Ég mun þó ekki bera fram brtt. um þetta að svo stöddu.