01.03.1950
Efri deild: 66. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í B-deild Alþingistíðinda. (877)

53. mál, eignakönnun

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég er alveg hissa á því, sem hæstv. ráðh. var að segja. Hann var að tala um, að tveim mönnum hefði verið bætt við sparnaðarnefndina, og hann telur, að þessir tveir menn hafi hjálpazt að því að drepa till. þær, sem lagðar voru fram, eftir að n. hafði lokið störfum sínum. Hæstv. ráðh. sagði, að við hefðum drepið till. Ég vildi, að starfsmennirnir ynnu lengur en 35 tíma á viku, en hæstv. ráðh. kom því til leiðar, að það var drepið í d. En eins og allir vita, er starfsmannahaldið hjá ríkinu og í ríkisstofnunum óhófslegt. Annað atriði, sem ég vildi að yrði breytt, var það, að ráðsmaðurinn yrði aðeins settur í embættið til eins árs í fyrstu til reynslu, en ekki skipaður. Ég vissi, að menn reyndust misjafnlega, og þar sem mikil nauðsyn var í þessu tilfelli, að vel tækist til um val á manni í þetta ábyrgðarmikla starf, þá vildi ég ekki hrapa að neinu í þessu efni. Ég vildi því sjá, hvernig þessi maður reyndist í starfinu og hafi það drepið frv., þá er bættur skaðinn. En séu skattalögin elns gereyðandi og hæstv. ráðh. hefur haldið fram, þá á hann og hans flokkur sökina, því að hann hefur stjórnað þessum málum í meira, en áratug.