01.03.1950
Efri deild: 66. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

53. mál, eignakönnun

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil taka það fram út af því, sem sagt hefur verið, að ég tel þá stefnu í skattal., sem liggur í eignakönnunarl. ranga, þó að það verði tekið sem föðurlandssvik að fylgja henni ekki. Og ég tel slík skattal. vera algerlega út í hött. Ég vil benda hv. 4. þm. Reykv. á, að hann er ásamt hv. þm. Str. (HermJ) fyrsti höfundur að slíku. Og þegar svo langt var komið, að augljóst var, að sú stefna yrði ofan á, þá gekk hv. þm. Str. út og sagði, að hann hefði aldrei trúað því, að svona margir heimskingjar ættu sæti á Alþ.