04.01.1950
Sameinað þing: 13. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (StgrSt) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf frá hæstv. forseta Nd., dags. í dag: „Lúðvík Jósefsson, 2. landsk. þm., hefur í dag sent forseta neðri deildar svo látandi símskeyti: „Get ekki sátt þingfundi næstu vikur vegna óvenjulegra anna. Óska, með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna, að varamaður, Magnús Kjartansson, taki sæti mitt á þingi meðan ég verð fjarverandi.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að rannsakað verði á fundi sameinaðs þings í dag og borið upp til samþykktar kjörbréf varamanns þess, er í skeytinu greinir.

Finnur Jónsson.“

Varaþingmaðurinn, sem í skeytinu getur, er hér viðstaddur, og enn fremur er til fundar kominn hv. 2. þm. Árn., Eiríkur Einarsson, sem ekki hefur setið á þessu þingi hingað til, svo sem kunnugt er, vegna veikinda. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf beggja þessara hv. þm., og tekur nú hv. frsm. nefndarinnar til máls.