23.03.1950
Neðri deild: 73. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (934)

43. mál, jarðræktarlög

Forseti (SB):

Því hefur verið hreyft af hæstv. forsrh., að brtt. á þskj. 406 og á 413, 2. liður brytu í bága við þingsköp og ættu því ekki að berast upp. Árið 1917 féll úrskurður forseta Nd. um svipað efni og verður þeim úrskurði fylgt hér. Í 32. gr. þingskapa stendur: „Brtt. um atriði, sem búið er að fella í deild, má eigi bera upp aftur í sömu deild á sama þingi.“ Hér er þessu ekki til að dreifa. Brtt. hafa ekki áður verið felldar í hv. d. Úrskurðast því þegar, að brtt. 406 og brtt. 413,2 komi til atkv.

Brtt.413,2 felld með 15:7 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: GG, HÁ, IngJ, JG, JPálm, JörB, SkG. nei: ÁÁ, ÁB, ÁS, EOI, EmJ, FJ, GTh, GÞG, JóhH, JS, PO, SÁ, SG, StJSt, StgrSt.

BÁ, HelgJ, KS, PÞ, SB greiddu ekki atkv. 8 þm. (BÓ, EystJ, JÁ, JR, LJós, ÓTh, StSt, ÁkJ) fjarstaddir.

Brtt.413,3 felld með 19:7 atkv.

— 406,1 felld með 16:8 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: IngJ, JóhH, JPálm, JR, KS, SG, ÁS, EOl. nei: EmJ, FJ, GG, GÞG, HÁ, HelgJ, JG, JS, JörB, PÞ, PO, SkG, StJSt, StgrSt, ÁB, BÁ. GTh, SÁ, ÁÁ, SB greiddu ekki atkv.

7 þm. (EystJ, JÁ, LJós, ÓTh, StSt, ÁkJ, BÓ) fjarstaddir.

Brtt. 406,2–5 teknar aftur.

Frv., svo breytt, samþ. með 22 shlj. atkv. og afgr. til Ed.