09.01.1950
Neðri deild: 24. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 612 í B-deild Alþingistíðinda. (954)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Þegar frv. petta var lagt fyrir hv. d., fylgdi hæstv. fyrrv. landbrh. því úr hlaði með rækilegri ræðu, svo að ég sé ekki ástæðu til að gera þetta mál að sérstöku umræðuefni nú. N. getur fallizt á það í höfuðdráttum, en þó flytur hún tvær brtt. við það. Hin fyrri er um það, að réttur þeirra manna, sem heimild höfðu til bóta samkv. ákvæðum eldrí l., verði ekki rýrður. Síðari liðurinn er aðeins nokkurs konar öryggisráðstöfun, ef einhverjar óeðlilegar verðsveiflur eiga sér stað. N. er sammála um þessar brtt. og væntir þess, að hv. d. geti orðið henni sammála.