10.01.1950
Sameinað þing: 15. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (97)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (StgrSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hæstv. forseta efri deildar: „Erlendur Þorsteinsson, 6. landsk. (vara)þm., hefur í dag skrifað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í erindum ríkisstj. og get því ekki sótt þingfundi næstu vikur, óska ég eftir, með skírskotun til 144. gr. kosningal., að fyrsti varamaður Alþfl., Guðmundur Í. Guðmundsson, taki í minn stað þingsæti aðalmanns flokksins, Hannibals Valdimarssonar, í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að boðað verði sem skjótast til fundar í sameinuðu þingi og borið upp til samþykktar kjörbréf varamanns þess, er í bréfinu greinir.“