02.05.1950
Efri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (994)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Þorsteinn Þorseinsson):

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að lengja hér umræður mjög um þetta mál. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur ræðu hv. 2. þm. Árn. (EE), en hann mun hafa borið hér fram skriflega brtt. í málinu, og ég vildi beina þeirri áskorun til hans, þar sem hann líka er einn af nm., að hann vildi taka þá brtt. aftur til 3. umr., svo að n. — hann er þar einn fimmti partur — gæti athugað báðar þessar brtt. og borið sig saman við hæstv. landbrh. um þetta mál, hvernig bezt væri hægt að koma þeim fyrir. Hv. form. landbn. hefur tjáð mér, að tilefni væri til þess að halda fund um þessi atriði og þá fleiri.