02.05.1950
Efri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (996)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég er ekki andvígur því að slíta hér fundi, ef menn æskja, en mér virðist, að nógu margir séu hér komnir, svo að hægt sé að halda hér fundi áfram að nýju.

Eins og þetta mál liggur hér fyrir, þá hafa tveir hv. þm. tekið aftur brtt. sínar, þar til við 3. umr. þessa máls, svo að n. gefist kostur á að athuga þetta mál betur. Mér virðist óráðlegt að halda ekki áfram umræðum um þetta mál, þótt einn hv. þm. sé á mælendaskrá, en er nú hér ekki viðstaddur. Ég get lofað því, að ef þessi maður talar ekki hér við þessa umr., verður honum gefinn kostur á að koma á nefndarfund og skýra þar mál sitt. Þessi þm. getur þá einnig talað við 3. umr. málsins tvisvar til þrisvar sinnum. Sé ég ekki, að það þurfi að draga þetta mál á langinn.