18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 435 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

41. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið til okkar frá Nd. og var athugað þar í n. Það gekk breytingalaust í gegnum deildina. Fjhn. hefur haft þetta mál til athugunar, og voru fjórir nm. sammála um að leggja til, að frv. yrði samþ. hér í deildinni. Einn nm., hv. fyrri þm. Eyf. (BSt), skrifaði undir það með fyrirvara. Það fjallar um fækkun embættismanna. Það getur leikið á tveimur tungum um það, hvort hann mun eiga að víkja eða sé verndaður og ekki lagður hér neinn fullnaðardómur um það. Hæstv. ríkisstj. verður að sjá um þetta og ganga frá þessu. Það verður að telja, að ekki sé fært fyrir nefndina að ákveða, ef á annað borð á að fækka, hvaða embætti á að skera niður. En ef einhvers staðar á að fækka til sparnaðar, fannst okkur vel geta komið til greina að fækka um þennan eina mann. Ég vil, ef þessum eina er gefið högg, að þá sé gengið að þar, sem ekki er talin brýn nauðsyn að hafa embættismenn, og þeim veitt svipað högg. Við vitum vel, að hér í stjórnarráðinu eru allt of margir menn, og við sjáum, að það er miklu meira en nóg skipað á þá jötu. Ég fylgi þessu frv. vegna þess, að ég ber mikið traust til þeirrar ríkisstj., sem nú situr, og geri ráð fyrir, að hún láti ekki staðar numið, heldur haldi áfram með sparnaðarráðstafanir. Og ég vona, að hún taki ekki þennan eina út úr, heldur fækki fleirum. Ég vil taka það fram, eins og ég hef áður getið, að fjhn. hefur ákveðið að leggja til að fá frv. samþ.