18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (1014)

41. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Út af ummælum hv. 6. landsk. þm. vil ég segja, að ég geri ekki ráð fyrir, að það verði mikil breyt. á eftirliti með framtali og álagningu skatta, þó að þetta embætti verði lagt niður. Ég skal engan dóm leggja á það, hvernig þetta hefur verið í framkvæmd. En maðurinn hefur verið heilsulaus, og voru til ákveðin lög um starf hans, eins og minnzt hefur verið á áður. En viðvíkjandi því, að breyt. sé gerð til að skattsvikarar geti leikið lausum hala, hefur það auðvitað ekki við neitt að styðjast. Það kann að vera, að það mætti gera á þessu einhverjar breyt. Viðvíkjandi spurningunni um þessa breyt., þá er það skoðun ríkisstj., að hægt sé að leggja þetta niður, en þó réttara að hafa frest, ef svo reynist, að það sé ekki hægt, vegna þess, að þessi dómari væri verndaður, hann fengi þá engin laun á meðan hann lifir. Hann er nú orðinn aldraður, svo að hann fær aðeins sáralítil eftirlaun. Eftir bessi 2 ár, sem hann á eftir að starfa, yrði að borga honum laun, ef litið er svo á, að hann sé verndaður af ákvæðinu.