18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

41. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Það sýnist vera óþarfi að teygja þessar umr. svona lengi, og það er óþarfi fyrir ríkisstj. að standa ráðalaus fyrir þessu eina embætti, því ef þessi maður er gegn í embætti sínu, sem ég efast ekki um, þá liggur opið fyrir ríkisstj. að þurfa ekki að gera neitt sérstakt sæti dómara fyrir þennan mann, því að það er boðið í stjskr., að það megi færa mann til í embætti. Ég sé ekki annað en það sé hægt að bjóða honum upp á eitthvert gott embætti, t.d. ef ég setti upp tærnar í Dalasýslu, þá má bjóða honum það embætti. Ég held, að ríkisstj. geti vel komizt. út úr þessu máli án þess að kosta miklu til, ef áhugi er fyrir að fækka embættum á annan hátt. Nú virðist þetta embætti ekki nauðsynlegt, og bæði af þeim ástæðum og hinu, að ég efast ekki um, að þessi maður ætti að duga í venjulegt embætti, þá sýnist mér vera nokkurn veginn fram úr því ráðið, því jafnvel þó skattdómaraembættið sé stjórnarskrárvarið, þá verður að telja, að aðrir dómarar séu hliðstæðir. Ég get því ekki skilið annað en að með úrskurði stjórnarvaldanna og samkomulagi við þennan skattdómara megi ráða þessu máli til lykta án kostnaðar, sem nokkuð um munar fyrir ríkissjóð.