28.11.1950
Neðri deild: 29. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (1037)

33. mál, gengisskráning o.fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. flytur hér brtt. á þskj. 205 snertandi 12. gr. l., sem er um stóreignaskatt. Þessar till. eru fluttar eftir ábendingu skattstjóra og í samráði við fjmrh. og viðskmrh. Í a-lið till. felst skýrara ákvæði um skiptingu á skattgreiðslum, þegar um er að ræða skatt manna, sem eru hluthafar eða þátttakendur í félagi, hvað maður á að greiða sjálfur og hvað félaginu ber að greiða. Síðasti liðurinn er ákvæði um skiptingu á skatthluta milli félaga í þeim tilfellum, þegar félag á hlutdeild í öðru félagi. Hér er ekki um neina efnisbreyt. að ræða á l., heldur ákvæði um framkvæmdaratriði, og þeir, sem stóðu að lagasetningunni, eru sammála um það, að framkvæmdin eigi að verða með þeim hætti, sem verður, ef till. þessar verða samþ.