28.11.1950
Efri deild: 27. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í B-deild Alþingistíðinda. (1145)

107. mál, bifreiðalög (viðurlög)

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt þetta frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir á þskj. 194.

Varðandi það, sem hæstv. dómsmrh. vísaði til n. til athugunar, hvort réttindamissir fyrir bifreiðar skyldi ná til þess, að samfara kæmi réttindamissir um stjórn flugvéla og skipa og svo öfugt, þá tók n. þetta atriði til umr., og komst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir það, þó að hér mætti segja, að í nokkrum tilfellum væri mjög svipað, sem lægi til grundvallar fyrir broti í hvorum tveggja tilfellum, annars vegar í sambandi við akstur bifreiða og hins vegar í sambandi við stjórn skipa og flugvéla, þá væri það nú þannig, að dæmi hefðu sýnt, að það mundi ekki ætíð koma út rétt, ef þetta væri tekið upp nákvæmlega á sömu línu. Enn fremur væri hitt, að ef um stórvægileg brot er að ræða, t.d. í sambandi við akstur bifreiða, þá væri viðkomandi búinn að missa rétt til skipstjórnar. Með tilliti til þessa, sem ég hef greint, treysti n. sér ekki að svo komnu máli að gera neina ályktun um þetta efni né til að taka þetta upp.