09.01.1951
Neðri deild: 46. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 527 í B-deild Alþingistíðinda. (1160)

107. mál, bifreiðalög (viðurlög)

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Nefndin vildi ekki samþ. þessa umræddu til1. Með þessu móti mundi vera í kaupstöðum miklu meira af unglingum. sem færu með bifreiðar, og mundi stafa af því aukið öryggisleysi. En sveitirnar eru fáliðaðar og gott að hagnýta vinnuaflið og láta menn nota bifreiðar. Þetta er alveg sérstakt, og er ekki um að sakast, þó að notaðir séu unglingar við búreksturinn, þó við vélknúin landúnaðaráhöld séu. Úti í sveitum stofnar það ekki almenningi í hættu, þótt unglingar fari með bifreiðar, har sem vegir þar eru fáfarnir. Rök hv. þm. A-Húnv. eru skiljanleg, en afstaða okkar nefndarmanna er óbreytt.

Varðandi það. sem hv. þm. Ísaf. vék að, vil ég vekja athygli á því, sem ég sagði í fyrstu ræðu minni, að við brot manna við akstur á að miða refsinguna við brotið hverju sinni. Hitt er staðreynd, að minni háttar brot hafa verið afplánuð í sektum. Varðandi það, að það sé sérstaða, að sagt er í grg. frv. að miða skuli sektir við efnahag, þá held ég að það sé á misskilningi byggt. Gert er ráð fyrir því og er sem almenn regla í hegningum að hafa til hliðsjónar efnahag sakbornings, sbr. 51. gr. almennu hegningarlaganna: „Þegar uppæð sektar er tiltekin, skal höfð hliðsjón af efnahag sakbornings, auk annarra ástæðna, sem áhrif hafa á refsihæðina, og innan þeirra takmarka, sem lögin setja um lágmark og hámark sektar við brotinu.“ Hv. þm. Ísaf. vék að því, að þetta væri einsdæmi, þegar um umferðarbrot væri að ræða. Hér getur verið um stórkostleg brot að ræða.

Ég held, að ekki hafi fleira fram komið varðandi löggjöf um bifreiðaakstur, sem gefi ástæðu til að ræða frekar.