16.01.1951
Neðri deild: 50. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

107. mál, bifreiðalög (viðurlög)

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja brtt. á þskj. 473 um að í frv. komi ný grein sem feli í sér breyt. á 39. gr. bifreiðalaganna. Í upphafi þessarar lagagr. segir: „Bifreiðarstjóri, sem ekur bifreið undir áhrifum áfengis eða neytir áfengis við bifreiðaakstur, skal sviptur ökuleyfi sínu um ákveðinn tíma, þó eigi skemur en .3 mánuði, eða fyrir fullt og allt, ef miklar sakir eru eða um ítrekað brot er að ræða.“

Ég legg til, að í stað 3 mánaða komi 2 ár. Enn fremur legg ég til að annar málsl. 1. málsgr. sömu lagagr. falli burt. Í þessum málsl. er möguleiki til að sleppa þessum mönnum við að missa ökuleyfi. Þessi málsl. þarf að falla niður, svo að ekki geti verið um undanþágu að ræða. Ég álít þetta svo alvarlegt brot, ef ekið er undir áhrifum afengis, að bað eigi að varða missi ökuleyfis a.m.k. í 2 ár. Ég hygg, að málið sé hv. þm. ljóst, og þurfi ekki að skýra það nánar.