24.11.1950
Neðri deild: 27. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (1214)

56. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég skal ekki hafa mörg orð út af því, sem hv. frsm. sagði. — Hv. þm. vildi færa rök fyrir því, að sumar bækurnar væru notaðar fleiri vetur en einn. En það mun vera fullkomlega eins mikil skipting neðar hjá barnafræðslunni. Mér finnst ekki nægileg rök gegn því, að þeir unglingar, sem skólaskyldunám stunda, fái ekki bækurnar. Rétt er það, að sumir nemendur fengju ókeypis bækur, en aðrir ekki. En ég tel eðlilegast, að þeir, sem gagnfræðanám stunda, eigi að fá bækur eins og þeir, sem barnanám stunda.