13.12.1950
Efri deild: 36. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í B-deild Alþingistíðinda. (1239)

47. mál, loðdýrarækt

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Það er vitað, að minkarnir hafa verið mikill ófögnuður og valdið miklum usla og orðið til mikils tjóns fyrir bændur. Mér ber því að standa við fyrri afstöðu mína um það að vilja banna minkaeldi með öllu. En eftir að séð verður, að varla verður lengra komizt í þá átt en gert er með þessu frv., og þar sem samkv. frv. virðist gætt fyllstu varúðar um meðferð minka í vörzlu, þá get ég til samkomulags fallizt á að samþ. þetta frv. með þeim breyt., sem við í landbn. höfum gert.