03.11.1950
Efri deild: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í B-deild Alþingistíðinda. (1278)

58. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Það þarf ekki mörg orð um þetta litla frv. Það er aðeins fram borið til að gera innheimtu á skipulagsgjöldum öruggari en verið hefur, með því að hægt sé að tryggja innheimtuna með lögveði í húsum, sem um er að ræða. — Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. Mál sem þetta munu venjulega hafa verið í heilbr.- og félmn. til meðferðar, og ég legg til, að frv. verði vísað til þeirrar hv. n., að lokinni þessari umr.