01.02.1951
Neðri deild: 59. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

58. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er um að ræða, er komið frá Ed. og hefur fengið athugun í heilbr.- og félmn. þessarar deildar. Þar er lagt til, að lögfest sé sú litla breyting, að hið svokallaða skipulagsgjald, sem er 3% af hverri nýbyggingu í þeim bæjum, þar sem byrjað er að vinna að skipulagi, verði tryggt með lögveði. Einnig er til þess ætlazt, að gjaldið sé miðað við brunabótavirðingu hverrar nýbyggingar. — Nefndin leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.