26.01.1951
Efri deild: 56. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í B-deild Alþingistíðinda. (1332)

132. mál, bifreiðalög

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. þetta, sem er stjfrv., og orðið sammála um að leggja til, að deildin samþ. það. Eins og frv. ber með sér, er það borið fram til að bæta úr framkvæmd laga frá 4948, sem hafa mætt allmikilli óánægju innan bifreiðastjórastéttarinnar. Áður en þau lög tóku gildi, var þessum málum þannig háttað, að hver, sem hafði lokið meira prófi, hafði heimild til að kenna á bíl, en við gildistöku þeirra laga voru sett þau skilyrði, að til þess að öðlast ökukennsluréttindi þyrfti að ganga undir sérstakt próf. Út af þessu reis nokkur óánægja meðal bifreiðastjóra, og hefur það orðið til þess, að lögin hafa ekki komið til framkvæmda að fullu. Nefndinni þótti því rétt að verða við beiðni stjórnarinnar, þannig að bifreiðastjórar, sem tekið höfðu meira próf fyrir 31. des. 1950, geti haft rétt til bifreiðakennslu, eins og þeir höfðu áður eða mundu hafa fengið, ef lögin frá 1948 hefðu ekki komið í veg fyrir það.

Annars er hæstv. dómsmrh. hér í deildinni og mun væntanlega geta gefið frekari upplýsingar um þetta mál, ef þess verður óskað.