05.02.1951
Neðri deild: 63. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í B-deild Alþingistíðinda. (1340)

132. mál, bifreiðalög

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt. Ákvæði 1. gr. eru nokkur rýmkun á ákvæðum laganna viðvíkjandi því, að menn hafi rétt til að kenna á bifreið. Það virðist ekki ástæða til, að þeir menn, sem hafa haft rétt til að kenna í 10–20 ár, fari að ganga undir próf til að öðlast hann á nýjan leik. Ákvæði 2. gr. eru þau, að þeir, sem fengið hafa löggildingu á ný, skuli fá endurgreitt leyfisgjaldið. Mér sýnist þetta sjálfsagt og tel, að með samþykkt þessara ákvæða sé á engan hátt stefnt í neinn voða í umferðaröryggi.