26.01.1951
Efri deild: 56. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í B-deild Alþingistíðinda. (1384)

49. mál, sveitarstjórar

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Mér fannst svar hæstv. dómsmrh. hér áðan ófullnægjandi. Ég spurði hann, hvort sá skilningur minn væri ekki réttur, að samkv. 8. gr. gæti sveitarstjórn vikið sveitarstjóra úr starfi fyrirvaralaust, ef um vanrækslu væri að ræða af hans hálfu, en þá gæti hann sótt rétt sinn til laga á venjulegan hátt og fengið þessa gerð ónýtta og látið dæma sér skaðabætur. Ráðh. vildi ekki svara þessu og sagði, að um þetta giltu almenn ákvæði. En mér skilst, að ef þessi grein fellur niður, geti sveitarstjórn ekki sagt honum upp starfi án fyrirvara. En samt hygg ég, að þó að meiri hluti sveitarstjórnarinnar líti svo á, að um vanrækslu sé að ræða, þá gæti sveitarstjóri neitað að afhenda bækur og annað slíkt nema að undangengnum dómi. Þetta getur vissulega komið fyrir, og tel ég því rétt að hafa þetta ákvæði í greininni.