13.02.1951
Neðri deild: 67. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (1411)

177. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1951

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Það er aðeins vegna framkominnar brtt., að ég vil láta koma fram úr hópi stuðningsmanna ríkisstj. eina rödd, áður en gengið verður til atkvgr. um þá till. ríkisstj., að Alþ. skuli koma saman 1. okt. n.k. Það er ljóst, að það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, sem fram kom hjá hv. 1. þm. Árn. varðandi aðstöðu bænda. En vegna þess sjónarmiðs, sem fram kom hjá hæstv. forsrh., að það sé um verulegt atriði að ræða, einmitt að flytja samkomudaginn frá 10. okt. til 1. okt., og það sé einmitt gert með það fyrir augum að reyna að taka upp þann nýja hátt að ljúka þinginu fyrir áramót, sem mjög langt var komið á þessu þingi, þá er það svo veigamikið atriði, að ég vil taka undir það, að þingið fallist á þá till. frv., þó að ég viðurkenni, að ekki beri að loka augunum fyrir því sjónarmiði, sem hv. flm. brtt. hefur lagt fram fyrir sinni till.