01.03.1951
Efri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

151. mál, ríkisreikningurinn 1948

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég skal ekki blanda mér í þetta mál, en ein setning hjá hv. þm. Barð. var þess eðlis, að ég vil benda hér á tvær staðreyndir. Hann sagði, að meiningin með skólabyggingunni í Skálholti væri sú að finna kjötbein handa framsóknarþm. til að naga. Skálholtsnefndin var skipuð af Pétri Magnússyni, þegar hann var landbrh., og í henni sitja sjálfstæðisbændur í Árnessýslu, sem báðir hafa verið í framboðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og framkvæmdastjóri, sem er sjálfstæðismaður í Árnessýslu, hefur tekið 105 þús. kr. fyrir starf sitt í sex ár. Ég skal ekki um það dæma, hvort þetta er of hátt, en það eru þá fleiri en framsóknarþm., sem naga bein í sambandi við Skálholt.